Sigurður Yngvi Kristinson, ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar, hlaut á dögunum verðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Verðlaunin eru kennd við Dr. Brian Durie, stjórnarformann Alþjóðamergæxlissamtakanna og frumkvöðul í meðferð krabbameina, en þau voru nú afhent í fyrsta skipti af Alþjóðamergæxlissamtökunum. Aðalmarkmið samtakanna er að finna lækningu við mergæxli. Þessi mikli heiður hvetur Blóðskimunarteymið að sjálfsögðu til dáða í rannsóknarstörfum sínum.
https://www.mbl.is/frettir/taekni/2018/06/13/verdlaun_fyrir_rannsoknir/